Áríðandi tilkynning til íbúa, ættingja og starfsfólks Sjálfsbjargarheimilisins vegna sýkingar af völdum Kórónaveirunnar (COVID-19) á Íslandi

Sjálfsbjargarheimilið hefur tekið þá ákvörðun að loka heimilinu fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 7. mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert að höfðu samráði við Sóttvarnarlækni og Landlækni eftir að Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir í gær. Sjálfsbjargarheimilið er hér fylgja eindregnum tilmælum þessara aðila sem eru í framvarðasveit Almannavarna Íslands.

Heilsa og velferð íbúanna þarf alltaf að vera í forgangi!

Þjónustmiðstöð og sundlaug er einnig lokað þar til annað verður tilkynnt.

Mikilvægt að allir kynni sér upplýsingar og leiðbeiningar á vef Landlæknisembættisins www.landlaeknir.is Þar eru greinargóðar upplýsingar og leiðbeiningar tengdar stöðu málar, en þær geta breyst frá degi til dags.

Sjálfsbjargarheimilið

Comments are closed