Hugarfar

  Við viljum þakka Stefáni John, verkefnastjóra Hugarfars og Þórunni Hönnu, yfirtalmeinafræðingi á Reykjalundi og formaðinni Fagráðs, kærlega fyrir kynninguna sem fram fór í Þjónustumiðstöð Sjálfsbjargar í október.  Mæting var góð og voru þjónustuþegar og aðstandendur þeirra ánægðir með fræðsluna.  

Read more

Starfsdagar starfsmanna Sjálfsbjargarheimilisins

Dagana 15. og 17. október voru haldnir starfsdagar starfsfólks á Sjálfsbjargarheimilinu. Á dagskrá var örnámskeið í núvitund þar sem kynntar voru grunnhugmyndir núvitundar og hvernig hún getur nýst okkur í lífi og starfi. Fyrirlesari var Anna Dóra Frostadóttir, sálfræðingur og núvitundarkennari. Eftir námskeiðið var farið út að borða á veitingastaðinn Haust. Almenn ánægja var meðal starfsfólks með starfsdagana.

Read more

Sumarlokun Þjónustumiðstöðvarinnar 2018

Þjónustumiðstöð Sjálfsbjargar er lokuð vegna sumarleyfa frá og með 9. júlí 2018 til og með 7. ágúst 2018. Opnum aftur þann 8. ágúst. Gleðilegt sumar Starfsfólk Þjónustumiðstöðvarinnar !    

Read more

Námskeið í skyndihjálp

Dagana 16. og 18. apríl hélt Sjálfsbjargarheimilið (SBH) skyndihjálparnámskeið fyrir starfsmenn sína. Alls tóku 30 starfsmenn þátt. Kennari var Finnur Hilmarsson sjúkraflutningamaður og leiðbeinandi hjá Rauða krossinum. Á námskeiðinu var farið í: Fjögur skref skyndihjálpar Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð Skyndihjálp og áverkar Skyndihjálp og bráð veikindi Skyndihjálp er liður í fræðslu fyrir starfsfólk og heldur SBH námskeið á tveggja ára fresti.

Read more