Sundlaug mynd 1Sundlaug Sjálfsbjargar

Markmið: Endurhæfing og viðhalda færni notenda þjónustunar.

Þjónusta: Er ætluð fötluðu fólki sem er hreyfihamlað og þarf á endurhæfingu, hæfingu eða afþreyingu að halda og getur ekki nýtt sér almenningssundlaugar.

Sundlaugin er hönnuð sérstaklega sem æfingarlaug með fastri göngugrind  í laug og handriði allan hringinn. Hitastig laugarinnar er 32°C . Stærð sundlaugarkersins 16 og 2/3 metrar á lengd og 8 metrar á breidd.

Tveir heitir pottar eru við laugina, annar 37°C  og hinn 39°C.

Opnunartímar: Nánar skilgreindur hér að neðan.

Aðgangseyrir: Engin aðgangseyrir er í sundlaugina.

Starfsmenn: Tveir starfsmenn starfa við laugina frá klukkan 8 til 16 virka daga. Megin verkefni þeirra lýtur að öryggisvörslu. Þeir aðstoða sundlaugargesti eftir aðstæðum hverju sinni. Þeir sem þurfa mikla aðstoð þurfa að koma með sinn aðstoðarmann. Ekki er gert ráð fyrir að hópar mæti í opna tíma. Óski stofnanir eftir því að koma með hópa í sundlaugina er viðkomandi bent á að hafa samband og kanna hvort hægt er að sinna erindinu með sérstökum lokuðum tíma.

Sundlaugin var vígð árið 1981, á alþjóðaári fatlaðra og  var hún fyrsta sundlaugin sem sniðin var að þörfum hreyfihamlaðra.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 550-0315.

Þórey Einarsdóttir er deildarstjóri sundlaugar Sjálfsbjargar. thorey@sbh.is


Sundlaugin er opin á eftirfarandi tímum:

 Mánudaga Þriðjudaga  Miðvikudaga Fimmtudaga Föstudaga
08.00 – 12:00  08.00 – 11:00 08.00 – 14:00 08.00 – 12.00   08.00- 11.00

Sundlaugargestir skulu hafa yfirgefið búningsklefa 15 mínútum eftir lokun.

Búningsklefar eru lokaðir þegar sundlaugin er ekki opin og engum heimill aðgangur að þeim öðrum en þeim sem eru í lokuðum tíma í lauginni.

Um jól og áramót er sundlaugin lokuð.

Á Þorláksmessu er opið til kl 13.

Lokað á aðfangadag og gamlársdag.  Opið virka daga milli jóla og nýars frá kl. 8 – 16.

Á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum er sundlaugin lokuð.

Á almennum frídögum er sundlaugin lokuð.

Á sumrin hefur laugin verið lokuð meðan sumarleyfi standa yfir.  Hefur það undanfarið verið í fimm vikur frá síðustu viku af júní þar til fram yfir verslunarmannahelgi.  Þessi tími er notaður til viðhalds og meiri háttar þrifa í lauginni og búningsklefunum.

Velferðarráð Reykjavíkurborgar gerði þjónustusamning við Sjálfsbjargarheimilið í febrúar 2018 um styrk til reksturs sundlaugarinnar.  Samningurinn var til þriggja ára að fjárhæð 1.900.000 kr. á ári.