Mynd

„Mig langar að gera eitthvað meira í lífinu.“

Petrína Ásgeirsdóttir yfirfélagsráðgjafi á Sjálfsbjargarheimilinu (SBH) vann könnun árið 2016 þar sem hún ræddi við 14 íbúa SBH, átta konur og sex karla um aðstæður þeirra og líðan. Könnunin tekur mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en 21. grein kveður á um réttinn til tjáningar- og skoðanafrelsis.

Niðurstöður könnuninnar kynnti Petrína innan SBH og utan í byrjun árs 2017. M.a. hélt hún fund með íbúum, aðstandendum og starfsfólki þann 20. febrúar sl. þar sem niðurstöður voru kynntar og ræddar. Fundinn sóttu rúmlega 40 manns.

Upplifanir viðmælenda af að búa á Sjálfsbjargarheimilinu eru í heildina jákvæðar. Þeir eru ánægðir með þjónustuna og meirihluta líður vel eða oftast vel á heimilinu. Meirihluti er ánægður með íbúð sína og fer ánægjan ekki eftir fermetrafjölda. Meirihluta finnst þeir lifa sjálfstæðu lífi. Töluverður munur er á upplifun kvenna og karla varðandi heilsu, fjárhag, búsetufyrirkomulag og að flytjast á heimilið.

 

Finna má skýrsluna í heild sinni hér.

Mig langar að gera eitthvað meira í lífinu

Comments are closed