Opnun sundlaugar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að heimila opnun sundlauga og baðstaða 18. maí næstkomandi. Fjöldi sundgesta verður takmarkaður og rík áhersla lögð á hreinlæti og sóttvarnir.

Að því gefnu biðjum við sundlaugargesti okkar að virða 2 metra regluna sem enn er í gildi og huga að handþvotti og sótthreinsun. Búningsklefar verða þrifnir og sprittaðir milli hópa og eftir þörfum.

Vinsamlegast athugið breyttan opnunartíma laugarinnar. Vegna sótthreinsunar komum við til með að loka klukkutíma fyrr á hverjum degi í opnum tímum til að huga að þrifum og sótthreinsun.

Upplýsingar um nýja opnunartíma má sjá hér fyrir neðan. Vinsamlegast notið inngang nr. 2.


Sundlaugin er opin á eftirfarandi tímum:

 Mánudaga Þriðjudaga  Miðvikudaga Fimmtudaga Föstudaga
08.00 – 12:00  08.00 – 11:00 08.00 – 14:00 08.00 – 12.00   08.00- 11.00

Sundlaugargestir skulu hafa yfirgefið búningsklefa 15 mínútum eftir lokun.

Með bestu kveðju,
Starfsfólk sundlaugar

Comments are closed