1959-1988

1959

  • Umræður hefjast strax á stofnþingi Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra um nauðsyn þess að byggja vinnu- og dvalarheimili fyrir fatlaða. Hús sniðið við hæfi fólks í hjólastólum var þá óþekkt hugtak hérlendis.

1965

  • Sjálfsbjörg landssambandi fatlaðra er „úthlutað rúmgóðri lóð milli Laugarnesvegar og væntanlegrar Kringlumýrarbrautar, ofan Sigtúns.”

1966

  • Fyrsta skóflustunga tekin vegna 1. áfanga Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar, heimilis sem ætlað er 45 einstaklingum.

1973

  • Fyrsti íbúinn flyst á Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar.
  • Starfsemi hefst í Baðstofu Sjálfsbjargar, vinnustofu fyrir íbúa Sjálfsbjargarhússins.

1978

  • Sjúkraþjálfun hefst í Endurhæfingarstöð Sjálfsbjargar.

1979

  • Starfsemi hefst í Dagvist Sjálfsbjargar.

1981

  • Starfsemi hefst í Sundlaug Sjálfsbjargar, á Alþjóðaári fatlaðra.