1989-1998

1989

 • Eitt rými tekið undir skammtímadvöl á dvalarheimili.

1990

 • Fyrsti iðjuþjálfinn ráðinn við Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar.

1991

 • Skipuð fyrsta sjálfstæð stjórn Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar. Í henni eiga sæti þrír fulltrúar tilnefndir af Sjálfsbjörg landssambandi fatlaðra, einn tilnefndur af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og einn fulltrúi tilnefndur af starfsmannaráði.
 • Félagsráðgjafi ráðinn við Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar.

1992

 • Hafist handa við að klæða Sjálfsbjargarhúsið að utan og skipta um alla glugga, þannig að hætti að snjóa inná íbúa í verri veðrum.

1993

 • Endurhæfingaríbúð tekin í notkun. Hollvinir Sjálfsbjargar leggja fram sjö milljónir króna með eitt þúsund króna framlagi hver, til innréttingar íbúðarinnar.
 • Rekstrarlegur aðskilnaður Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra og Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar.
 •  Starfsemi hefst í Þvottahúsi Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar.

1994

 • Vígt nýtt húsnæði fyrir Dagvist Sjálfsbjargar.
 • Áherslubreytingar í starfi, lagður grunnur að verkefninu „aukin lífsgæði, aukin starfsgleði”. Heimilinu skipt upp í 6 einingar í stað 3ja áður. Sérstakur hópstjóri og tiltekið starfslið tilheyrir hverjum hópi. Hver íbúi fær sérstakan tengilið. Starfsmannaklæðnaður aflagður í aðhlynningu. Starfsmannafræðsla aukin. Starfsdagar hefjast. Sett á laggirnar sk. 7 manna nefnd sem hefur starfað óslitið síðan. 3 fulltrúar íbúa, 3 fulltrúar starfsmanna og einn fulltrúi starfsmanna úr eldhúsi ásamt framkvæmdastjóra, hjúkrunarforstjóra og félagsráðgjafa sitja fundi mánaðarlega þar sem tekin eru fyrir margvísleg mál er varða íbúa og starfsmenn í lífi þeirra og starfi hér á heimilinu.

1995

 • Formlegt samstarf hafið við sambærileg heimili í Danmörku.1996
 • Nafni Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar breytt í Sjálfsbjargarheimilið.

1997

 • Stjórn staðfestir skipulagsskrá fyrir Sjálfsbjargarheimilið. Þar segir ma.: „Sjálfsbjargarheimilið er fyrir hreyfihamlað fólk er þarfnast aðstoðar og stuðnings við athafnir daglegs lífs. Markmið Sjálfsbjargarheimilisins er að: Gera íbúum kleift að lifa eins sjálfbjarga lífi og mögulegt er. Þess skal gætt að réttur þeirra til sjálfsákvörðunar sé virtur. Taka skal mið af þörfum hvers og eins og stuðla að innihaldsríku lífi.”
 • Tilteknir fötlunarhópar sátu námskeið í Dagvist Sjálfsbjargar með stuðningi frá Reykjavíkurborg með sjálfsstyrkingu einstaklinganna að leiðarljósi.

1998

 • Íbúar og starfsmenn alls 69 manns fara í viku skemmtiferð til Danmerkur í tilefni 25 ára afmælis Sjálfsbjargarheimilisins