1999-2003

1999

  • Teknar í notkun setustofur á 4. og 5. hæð heimilisins. Árið 1997 hafði sambærileg breyting verið gerð á 3. hæð heimilisins. Eftir breytingu á öllum hæðum eru rými fyrir 39 íbúa þar af fyrir tvo íbúa í skammtímadvöl.
  •  Starfsmannahandbók gefin út. Í henni er að finna upplýsingar fyrir starfsmenn Sjálfsbjargarheimilisins um fyrirkomulag og ýmsar reglur sem snúa að þeim sem og íbúum.

2000

  • Tekið í notkun þjálfunareldhús. Mikilvægur áfangi í að bæta aðstöðu fyrir iðjuþjálfun á vegum Sjálfsbjargarheimilisins.

2001

  • Eldhús á 3. hæð endurnýjað. Ný eldhúsinnrétting, að hluta til rafstýrð ásamt helluborði og bakaraofni. Sambærileg breyting á 4. og 5. hæð var gerð á árinu 2000.
  • Aðstandendadagur haldinn í fyrsta sinn. Aðstandendum boðið til kaffisamsætis. Markmiðið, að efla tengsl íbúa, aðstandenda og starfsmanna.

2002

  • Þjónustumiðstöð Sjálfsbjargarheimilisins verður til við sameiningu iðjuþjálfunar og Dagvistar Sjálfsbjargarheimilisins.

2003

  • Tilraunverkefnið: Sjálfstæð búseta með stuðningi, nýtt búsetuúrræði á vegum heimilisins hefst. Í því felst að íbúi heimilisins flytur í íbúð í íbúðaálmu og býr þar sjálfstætt en með stuðningi starfsmanna heimilisins. Áætlað er að í hvert sinn er íbúi flytur með þssum hætti af heimilinu þá verði tvö herbergi lögð saman þar þannig að rými hvers og eins eykst úr 12.5 ferm. í 25 ferm. Um áramótin 2006-7 búa þrír íbúar í Sjálfstæðri búsetu með stuðningi og tvö herbergi hafa verið sameinuð í eitt á hverri hinna þriggja hæða heimilisins. Sameining tveggja herbergja til viðbótar í eitt stendur yfir.
  •  Fyrsta nýja rýmið þar sem tvö herbergi voru sameinuð í eitt tekið í notkun. Við þessa breytingu fær íbúinn eigið baðherbergi.
  • Afmælishátíð haldin 4. júlí í tilefni 30 ára afmælis Sjálfsbjargarheimilsins. Á afmælisdaginn sjálfan snæddu íbúar og starfsmenn saman hádegisverð á Hótel Nordica. Þar var starfsmönnum sem starfað höfðu í 10 ár eða lengur á Sjálfsbjargarheimilinu færður þakklætisvottur fyrir langt og farsælt starf í þágu heimilisins. 27 starfsmenn fengu viðurkenninguna og var sá hópur rúmlega þriðjungur fastra starfsmanna.
  • Samtök atvinnulífsins gera í skýrslu úttekt á framúrkeyrslu heilbrigðisstofnana á fjárlögum. Í skýrslunni var jafnframt birtur listi yfir fyrirmyndarstofnanir árabilið 1998 til 2002. Á þeim lista var Sjálfsbjargarheimilið í efsta sæti, undir viðmiðunarmörkum í fjögur ár af fimm á tímabilinu.