2004-2009

2004

 • Stjórn samþykkir tillögu þess efnis að hefja athugun á möguleikum þess að ráðast í byggingu nýs húss fyrir starfsemi Sjálfsbjargarheimilisins.

2005

 • Tilraunaverkefni í þjónustumiðstöð. Ákveðnum hópi þjónustuþega boðið að vera viku lengur en öðrum í sumarlokun þjónustumiðstöðvar.
 • Þórdís Davíðsdóttir sjúkraliði og hópstjóri og fulltrúi starfsmanna í stjórn lætur af störfum eftir að hafa starfað hér frá upphafi, 1973. Við þau tímamót færði Þórdís heimilinu veglega gjöf, 400 þúsund krónur og óskaði þessa að peningarnir yrðu nýttir til að endurnýja stóla í matsal heimilisins.
Á myndinni eru Þórdís og Jón Hlöðver Áskelsson formaður stjórnar Sjálfsbjargarheimilisins. Myndin er tekin á stjórnarfundi, sem haldinn var á Bjargi á Akureyri 7. október 2005.

Á myndinni eru Þórdís og Jón Hlöðver Áskelsson formaður stjórnar Sjálfsbjargarheimilisins. Myndin er tekin á stjórnarfundi, sem haldinn var á Bjargi á Akureyri 7. október 2005.

2006

 • SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu stóð að könnun meðal félagsmanna sinna undir yfrskriftinni, Stofnun ársins. Í könnuninni var leitast við að kortleggja aðbúnað og ánægju starfsfólks. Kannað var viðhorf til nokkurra lykilatriða, þe. trúverðugleika stjórnenda, launakjara, vinnuskilyrða og sveigjanleika í vinnu. Spurt var um möguleika starfsmanna á sjálfstæðum ákvörðunum í starfi, starfsanda á vinnustað, ímynd og stolt starfsmanna af fyrirtæki sínu eða stofnun. Sjálfsbjargarheimilið hafnaði í 4. sæti í könnun þessari og hefur leyfi, ein af fimm stofnunum til að nota nafnbótina Fyrirmyndarstofnun SFR 2006 næsta árið.
 • Ný hvíldaraðstaða tekin í notkun í Þjónustumiðstöð. Um er að ræða fyrsta áfanga í úrbótum á aðstöðu þar.
 • Sigrún Magnúsdóttir fulltrúi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra lætur af störfum í stjórn heimilisins eftir að hafa setið þar frá upphafi árið 1991.

2007

 • Stjórn samþykkir að tillögu yfiriðjuþjálfa í þjónustumiðstöð að hefja tilraunverkefni sem felur það í sér að þjónustan er veitt þar sem hennar er þörf.
 • Stjórn samþykkir reglur um starfsaldursviðurkenningar og afmælisgjafir til starfsmanna.
 • Stjórn samþykkir að formaður og framkvæmdastjóri ásamt formanni og framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra fari í kynnisferð til Noregs með aðstoð frá systursamtökum Sjálfsbjargar þar, Norges Handikapforbund til að kynna sér nýjustu stefnu og strauma í búsetu og þjónustu við fatlaða. Jafnframt gekk einn stjórnarmaður svipaðra erinda á fund systursamtaka Sjálfsbjargar í Danmörku.

2008

 • Íslenskukennsla erlendra starfsmanna á heimilinu með stuðningi frá menntamálaráðuneytinu og Eflingu – starfsmennt. Mikil ánægja var með framtakið.
Nemendur með kennara sínum á íslenskunámskeiðinu, þeir eru talið frá vinstri: Monika, Nhung, Monica, Joanna, Lilita og Maria.

Nemendur með kennara sínum á íslenskunámskeiðinu, þeir eru talið frá vinstri: Monika, Nhung, Monica, Joanna, Lilita og Maria.

 • Víetnamskur dagur í eldhúsi Sjálfsbjargarheimilisins. Starfsmenn eldhúss frá Víetnam stóðu að deginum sem mikil ánægja var með.
 • 29 starfsmönnum Sjálfsbjargarheimilisins afhentur þakklætisvottur fyrir meira en 10 ára starfstíma.2. maí var haldinn síðasti fundur stjórnar fyrir þing Sjálfsbjargar. Fulltrúa heilbrigðisráðuneytis og fulltrúa starfsmanna sem ekki munu eiga sæti í stjórn heimilisins að afloknu þingi Sjálfsbjargar lsf. þökkuð vel unnin störf í þess þágu.
Aftari röð frá vinstri: Borghildur, Sigrún, Pálína, Ingibjörg, Sylvía, Þórey, Stefán, Elín, Sæmundur, Guðrún Erla, Guðlaugur Þór, Helga, Þórunn R., Þórunn K., Valborg, Sigríður D., Þórdís, Tryggvi. Fremri röð frá Vinstri: Jón Hlöðver formaður stjórnar Sjálfsbjargarheimilisins, Elín Ebba, Edda, Kristján, Sigríður Á. og að lokum Pálína Snorradóttir og Guðmundur Magnússon stjórnarmenn. Á myndina vantar Valerie, Erlu, Rut, Jane, Garðar og Svanhildi.

Aftari röð frá vinstri: Borghildur, Sigrún, Pálína, Ingibjörg, Sylvía, Þórey, Stefán, Elín, Sæmundur, Guðrún Erla, Guðlaugur Þór, Helga, Þórunn R., Þórunn K., Valborg, Sigríður D., Þórdís, Tryggvi. Fremri röð frá Vinstri: Jón Hlöðver formaður stjórnar Sjálfsbjargarheimilisins, Elín Ebba, Edda, Kristján, Sigríður Á. og að lokum Pálína Snorradóttir og Guðmundur Magnússon stjórnarmenn. Á myndina vantar Valerie, Erlu, Rut, Jane, Garðar og Svanhildi.

 • Ný stjórn kemur saman þann 22. maí til fyrsta fundar eftir þing Sjálfsbjargar lsf. er haldið var 16.-17. maí. Á þessu þingi voru í fyrsta sinn allir fulltrúar í stjórn heimilisins skipaðir af Sjálfsbjörg lsf.
 • Sjálfsbjargarheimilið hafnar í 3. sæti í flokki stærri stofnana í kjöri SFR –stéttarfélags í almannaþjónustu um Stofnun ársins og hefur leyfi til að nota nafnbótina Fyrirmyndarstofnun SFR 2008 næsta árið. Þegar einungis er horft til heilbrigðisstofnana reyndist Sjálfsbjargarheimilið í efsta sæti hvort sem horft var til minni eða stærri stofnana.

Tekið saman í október 2008.