Starfsdagar starfsmanna Sjálfsbjargarheimilisins

Dagana 15. og 17. október voru haldnir starfsdagar starfsfólks á Sjálfsbjargarheimilinu. Á dagskrá var örnámskeið í núvitund þar sem kynntar voru grunnhugmyndir núvitundar og hvernig hún getur nýst okkur í lífi og starfi. Fyrirlesari var Anna Dóra Frostadóttir, sálfræðingur og núvitundarkennari. Eftir námskeiðið var farið út að borða á veitingastaðinn Haust. Almenn ánægja var meðal starfsfólks með starfsdagana.

Comments are closed