Markmið: Búseta með áherslu á endurhæfingu til sjálfstæðara lífs. Íbúum er veitt einstaklingsmiðuð sólarhringsaðstoð. Reynt er að koma til móts við hvern og einn í samræmi við óskir viðkomandi.  Stuðlað er að innihaldsríku lífi íbúans.

Þjónusta: Í boði eru 34 búseturými fyrir hreyfihamlaða einstaklinga á aldursbilinu frá 18 til 67 ára. Um er að ræða annars vegar 10 einstaklingsherbergi, eitt með eigin baðherbergi en hin með sameiginlegri snyrtiaðstöðu. Af rýmunum 10 er tvö vegna skammtíma/endurhæfingardvalar. Hins vegar er um að ræða 24 íbúðir þar sem veitt er sambærileg þjónusta. Kallast það úrræði Sjálfstæð búseta með stuðningi.

Kostnaður: Sjálfsbjargarheimilið er á föstum fjárlögum. Lífeyrir og greiðslur frá Tryggingastofnun falla niður þegar íbúi flyst í einstaklingsherbergi á heimilinu. Íbúinn getur þá átt rétt á vasapeningum frá Tryggingastofnun. Íbúum í Sjálfstæðri búsetu með stuðningi standa til boða íbúðir af mismunandi stærð á bilinu 33 til 75 fermetrar. Viðkomandi fær lífeyri, greiðir húsaleigu og kaupir þjónustu og fæði af Sjálfsbjargarheimilinu á grundvelli þjónustusamnings sem gerður er við hann.

Starfsmenn: Hjúkrunarfræðingar,  félagsráðgjafi, læknar, sjúkraliðar, félagsliðar og aðrir sérhæfðir starfsmenn. Einnig sinna iðjuþjálfar þjónustumiðstöðvar ráðgjöf við íbúa heimilisins.

Önnur þjónusta í boði í Sjálfsbjargarhúsinu: Íbúar sækja sjúkraþjálfun í Stjá og sundþjálfun í sundlaug Sjálfsbjargarheimilisins. Íbúar geta sótt um dagþjónustu í Þjónustumiðstöð Sjálfsbjargarheimilisins.

Umsóknir og upplýsingar: Umsóknir skulu berast á sérstökum eyðublöðum sem unnt er að nálgast neðar á síðunni. Læknisvottorð þarf að fylgja umsókninni. Upplýsingar um búsetuna veitir Guðrún Erla Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 5500330, netfang: gudrun(hjá)sbh.is.

Umsóknareyðublað

Læknisvottorð